Eldhúsdrottningin fullkomnar baunasúpuna fyrir sprengidag

Í tilefni þess að framundan er Sprengidagur og hefð er fyrir því að elda matarmikla og ljúffenga baunasúpu, saltkjöt og baunir – túkall, heimsækir Sjöfn Þórðar, Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann hjá LEX í eldhúsið hennar þar sem Kristín ætlar að elda sína uppáhalds baunasúpu. Kristín er alla jafna kölluð eldhúsdrottningin og sumir segja að hún sé okkar Martha Steward eldhúsdrottningin knáa. Kristín er annálaður fagurkeri og matgæðingur og nýtur þess að vera í eldhúsinu eftir langa vinnudaga og segir það vera hennar hugleiðsla og ástríða.

FB-Ernir220215-Kristín-09.jpg

Ómótstæðileg baunasúpan hennar Kristínar og svo fallega framreidd. FRÉTTABLAÐIÐ/Ernir.

Kristín heldur mikið í íslenskar matarhefðir og siði þar á meðal þeim sem fylgja Góunni og er sprengidagur einn af þeim dögum. Saltkjöt og baunir er íslenskur réttur sem er á borðum á fjölmörgum íslenskum heimilum á sprengidaginn og einn af þeim sem Kristín gerir en bara einu sinni á ári, á sprengidag. „Ég geri baunasúpuna ávallt, þó svo að við borðum minna af henni en áður. Mín uppskrift er klassísk og svo toppa ég súpuna með mínu trixi til að ná bragðlaukunum á flug,“segir Kristín.

FB-Ernir220215-Kristín-10.jpg

„Einu sinni var baunasúpan borðuð þar til að maður var sprunginn en það er liðin tíð. Nú er að njóta og borða sig passlega saddan,“segir Kristín sem elskar að dekka borð fyrir matargesti sína. Kristínu er margt til lista lagt og fáum við smjörþefinn af því í þættinum Matur og Heimili í kvöld. Hún á það til að fara fram úr sér því hún er svo spennt fyrir dögum þar sem matur og aðra kræsingar koma við sögu. Meira um það í þættinum í kvöld.

Takið forskot á sæluna fyrir sprengidag í kvöld og missið ekki af Kristínu töfra fram saltkjöt og baunir úr eldhúsinu fyrir Sjöfn.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endur­­­sýning er klukkan 21.00 í kvöld. Uppskriftir úr þættinum munum birtast í helgarblaðinu