Ekta wasabi sem bragð er af ræktað á Íslandi

Það eru kannski ekki allir sem vita að á Íslandi er alvöru wasabi ræktað sem á uppruna sinn að rekja til Japans. Sjöfn Þórðar heimsækir Ragnar Atla Tómasson frumkvöðul í Fellabæ Austur á héraði en hann er eigandi Nordic Wasabi og er með stærðarinnar hátækni gróðurhús þar í bæ, þar sem ræktunin fer fram og umfangið hefur vaxið hratt. Megin­áhersla að sögn Ragnars Atla er að rækta og fram­leiða hreina vöru með hreinu íslensku vatni og end­ur­nýt­an­leg­um orku­gjöf­um.

MH Ragnar Atli Tómasson Wasabi.006.jpg

Ragnar Atli Tómasson er iðinn við að hlúa að ræktuninni og má með sanni segja að ræktunin vaxi og dafni hratt og vel.

Hingað til hefur allt wasabi á Íslandi verið blanda af piparrót, sinnepi og matarlit og er í raun allt annað en ekta wasabi. Alvöru wasabi kemur beint úr stilk wasabi plöntunnar og er ferskt grænmeti, ekkert tekið burt og engu bætt við. Ferskt wasabi er einstök afurð sem hefur gegnum tíðina verði þekktust í japanskri matargerð en hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms innan fusion og ný-norrænna matargerðar. „Ferskt wasabi hefur mjúka náttúrulega undirtóna sem fylgja bragðsterku eiginleikunum sem wasabi er einna helst þekkt fyrir,“segir Atli Ragnar og hefur fundið fyrir miklum áhuga matreiðslumanna og matgæðinga á ferska wasabi-inu.

M&H Wasabi 4.jpeg

Leyndardómar wasabi plöntunnar eru fleiri og fær Sjöfn, Ragnar Atla til ljóstrar upp sögunni bak við ræktunina, tilurð þess að þetta varð að veruleika og eiginleikum þessarar einstöku plöntu sem fer sigurför um alla Evrópu í dag þökk sé frumkvöðlinum Ragnari Atla.

M&H Sjöfn Þórðar og Ragnar Atli Tómasson wasabi 1.jpg

Missið ekki af áhugaverðri heimsókn Sjafnar í gróðurhúsi til Ragnars Atla í Fellabæ þar sem hlutirnir gerast í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.