Ekki nægir öryggisventlar Í Bandaríkjunum: „Fasism­inn ríður í hlað“

9. júní 2020
08:23
Fréttir & pistlar

Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofnandi Viðreisnar, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta ganga lengra en margir óttuðust í upphafi þegar hann var kosinn.

„For­seti Banda­ríkj­anna læt­ur her­menn ryðja burt friðsöm­um mót­mæl­end­um til þess að hægt sé að taka mynd af hon­um með bibl­íu í hendi. Svip­mynd­in er svo heimsku­leg að Hollywood léti sér ekki detta svona þvæla í hug,“ skrifar Benedikt . í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að þrátt fyrir að margir hafi óttast í upphafi að Trump gæti gert skelfilega hlut voru aðrir vissir um að Bandaríkin hefðu næga öryggisventla.

„Reynsl­an sýn­ir þvert á móti að Trump geng­ur sí­fellt lengra, hót­ar and­stæðing­um, rek­ur þá sem eiga að gæta þess að regl­um sé fylgt og hef­ur þær að engu. Hann dreg­ur Banda­rík­in út úr alþjóðasam­vinnu, reis­ir múra, berst mark­visst gegn viðskipt­um þjóða á milli og býr til ímyndaða óvini eins og djúpríkið .“

Benedikt segir ógnaröflin færa sig upp á skafið meðan enginn sér við þeim. „New York Times líkti nas­ist­um Hitlers við skáta­flokk árið 1928. Þá fengu þeir 2% at­kvæða í kosn­ing­um. Fimm árum seinna varð Hitler kansl­ari eft­ir kosn­inga­sig­ur nas­ista. Hann herti hratt tök­in og skapaði sam­fé­lag ótta og ein­angr­un­ar. Í nóv­em­ber 1933 kusu 94% þjóðar­inn­ar nas­ista. Marg­ir kjós­end­ur nýttu sér þau „þæg­indi“ að greiða at­kvæði án þess að fara inn í kjör­klef­ann. Sú saga komst á kreik að at­kvæðaseðlarn­ir væru leyni­lega merkt­ir og ráðamenn ýttu und­ir slík­ar vanga­velt­ur.“

Benedikt segir Þýska­land ekki hafa verið vanþróað land óupp­lýst fólks og ill­menna upp úr 1930 frem­ur en Banda­rík­in árið 2016 en að heiðvirt fólk hafi bara ekki brugðist við hætt­unni meðan það var hægt.

„Á Íslandi hæðist ákveðinn hóp­ur manna að „góða fólk­inu“, jafn­vel menn sem áður nutu álits.“

Í lokin vitnar Benedikt í Þórarinn Eldjárn sem orti:

Veðrið er fínt, það er fal­legt á Bakka

og fasism­inn ríður í hlað.

Velgreidd­ur maður í vönduðum jakka,

í vas­an­um morg­un­blað.

„Bakka­bræður taka gest­in­um vel. Í lok kvæðis­ins vill hann gista. Hverju svör­um við þá?“

„Þýska­land var ekki vanþróað land óupp­lýst fólks og ill­menna upp úr 1930 frem­ur en Banda­rík­in árið 2016. Heiðvirt fólk brást bara ekki við hætt­unni meðan það var hægt.“