Ei­ríkur skammar Nóa Síríus – „Þetta er fyrir­tækinu ekki til sóma“

„Nói Síríus aug­lýsir nú í á­kafa nýja vöru, Bíó Kropp, sem sagt er „með geggjuðu butter & salt bragði“. Ég þykist vita að stjórn­endum fyrir­tækisins sé kunnugt um að butter heitir smjör á ís­lensku.“ Þetta segir Ei­ríkur Rögn­valds­son, fyrr­verandi prófessor í ís­lensku við Há­skóla Ís­lands, í færslu sinni í Face­book hópinn Mál­spjall.

Nói Síríus gaf út nýja vöru á dögunum, Bíó Kropp, þar sem kroppið bragðast af smjör og salt­bragði. „Mér er hulin ráð­gáta hvers vegna þarna er notuð enska en ekki ís­lenska,“ segir Ei­ríkur.

Hann segist þykjast vita að stjórn­endum fyrir­tækisins sé kunnugt um að butter heiti smjör á ís­lensku. „Ef þeim finnst eitt­hvað ó­heppi­legt eða ó­lystugt að tala um smjör­bragð ætti kannski frekar að huga að því að breyta vörunni en láta ís­lenskuna víkja,“ bætir hann við.

Ei­ríkur segir það ekki til sóma að nota ensku í heiti á vöru ís­lensks fyrir­tækis full­kom­lega að á­stæðu­lausu. „Það gefur til kynna að ís­lenska þyki ekki not­hæf þegar þarf að vekja at­hygli, t.d. setja nýja vöru á markað. Þetta grefur meira undan ís­lenskunni en við áttum okkur á,“ segir hann.

Hann skorar á Nóa Síríus að breyta um­búðunum hið fyrsta og hafa þær á ís­lensku.