„eins og þetta lítur út í dag er arion banki að leigja flugvélar til að fljúga fólki í sólarlandaferðir”

14. janúar 2020
09:37
Fréttir & pistlar

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segir eignarhald Arion banka á Heimsferðum afar óeðlilegt út frá samkeppnissjónarmiðum. Þetta kemur fram á vef Túrista.

„Eins og þetta lítur út í dag er Arion banki að leigja flugvélar til að fljúga fólki í sólarlandaferðir,” segir Þórunn. Nú hafa Heimsferðir gengið frá leigusamningi um afnot af flugvél ítalsks flugfélags í allt sumar. 34 þúsund sæti verða báðar leiðir.

„Ég vona því að bankinn losi sig við Heimsferðir sem sem fyrst,” segir Þórunn. Síðastliðið sumra leysti bankinn til sín allar þær ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar, stofnanda Heimsferða. Hann er nú við að setja á stofn ny´ja ferðaskrifstofu.

„Mér finnst það með ólíkindum að Andri Már komi núna, korteri eftir að hafa misst ferðaskrifstofurnar til bankans, og ætli að hefja leik á ný eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert eðlilegt við það. Svo kemur Andri fram í fjölmiðlum og segir að hann sé fullfjármagnaður. Nýstofnaða fyrirtækið hans er með hlutafé upp á 500 þúsund krónur samkvæmt fyrirtækjaskrá,” segor Þórunn.

Hún segir þetta sýna hve þröskuldurinn sé lágur. „„Þetta sýnir bara hvað þröskuldurinn er lágur í þessum rekstri og eitthvað bogið við kerfið.”