Einn mikil­vægasti björgunar­pakki í ís­lenskri við­skipta­sögu

At­vinnu­lífið í kvöld: Fram­taks­sjóður Ís­lands:

Þátturinn At­vinnu­lífið er á dag­skrá Hring­brautar kl. 20.00 í kvöld. Þetta er síðasti þáttur á þessu hausti en ný þátta­röð hefst að öllum líkindum í febrúar n.k. Í þættinum verður saga og starf­semi Fram­taks­sjóðs Ís­lands (FSÍ) rekin í máli og myndum.

Rætt verður við nú­verandi stjórnar­for­mann og fyrrv. fram­kv.stjóra FSÍ á­samt þeim Ás­geiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra og Lilju Björk Einars­dóttur banka­stjóra Lands­bankans en bankinn kom að tals­verðum við­skiptum við FSÍ árið 2011 með svo­kölluð Vestia-fé­lög sem flest stóðu illa eftir fjár­mála­hrunið en FSÍ tókst að rétta reksturinn af með inn­spýtingu og skipu­lags­breytingum.

Dr. Ás­geir Jóns­son var á sínum tíma dósent við Há­skóla Ís­lands og var fenginn til að skrifa bók um starf­semi FSÍ sem ber nafnið Fram­tak við endur­reisn. Í við­tali í þættinum lýsir Ás­geir að­komu sinni að bóka­skrifunum og því á­liti sem hann hafði á FSÍ fyrir og eftir það verk­efni. Einnig kemur Ás­geir inná mál­efni líf­eyris­sjóða og fjallar um breytingar á hag­stjórn sem hann hefur boðað sem ný­lega ráðinn seðla­banka­stjóri. Aðal­við­mælandi er Þor­kell Sigur­laugs­son sem setið hefur í stjórn FSÍ frá upp­hafi, lengst af sem for­maður stjórnar.

Þá lýsir Her­dís Fjeld­sted, fyrrv. fram­kvæmda­stjóri hvernig starf­semin var upp byggð m.t. kaupa á fyrir­tækjum og jafn­framt fyrir­hugaðir sölu þeirra þar sem ljóst var frá upp­hafi að sjóðurinn myndi að­eins starfa í 10 ár að há­marki. Starf­semi FSÍ er af mörgum talin vera einn mikil­vægastii björgunar­pakki í ís­lenskri við­skipta­sögu og því fróð­legt að fá að hlusta á frá­sagnir þeirra máls­metandi aðila sem þátta­stjórnandinn Sigurður K. Kol­beins­son ræðir við í þættinum. Kvik­mynda­taka og mynd­vinnsla var í höndum Frið­þjófs Helga­sonar.