Einar ó­sáttur með kirkju­heim­sóknir séu lagðar af: „Nú bíður maður eftir að ein­hver prestur hætti við fermingar“

Heim­sókn frá grunn­skóla­börnum í Laugar­nes­kirkju verður af­þökkuð á komandi að­ventu vegna þeirrar and­stöðu og sundrungu (sic) sem heim­sóknirnar hafa skapað. Þetta kemur fram í til­kynningu frá kirkjunni sem Davíð Þór Jóns­son sóknar­prestur skrifar undir.

Svona hefst pistill Einar S. Hálf­dánar­sonar hæstar­réttar­lög­manns í Morgun­blaðinu í dag.

„Að mínu mati er sundrung sem heim­sóknirnar hafa skapað ekki næg á­stæða til að svipta for­eldra og börn þeirra sem eru annars sinnis (kristin) trú­frelsi sínu. Fjarri því. Ég hvet því sóknar­prestinn til að standa vörð um trú­frelsi sóknar­barna sinna. Og gal­opna kirkju­dyrnar á að­ventunni fyrir unga sem aldna til að fagna fæðingu frelsarans. Trú­frelsi er mann­réttindi Það er miður að sundrung skuli nú ríkja í sókn sér Davíðs. Vonandi er hún ekki um­fram þá sem jafnan ríkir. En honum ber sem presti hei­lög skylda til að taka slaginn eða víkja. „Sér­hver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, sam­visku og trúar,“ skrifar Einar

„Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sann­færingu svo og til að rækja trú sína eða sann­færingu, hvort heldur eins­lega eða í sam­fé­lagi með öðrum, opin­ber­lega eða á einka­vett­vangi, með guðs­þjónustu, boðun, breytni og helgi­haldi. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sann­færingu skal einungis háð þeim tak­mörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauð­syn ber til í lýð­ræðis­legu þjóð­fé­lagi vegna al­manna­heilla, til verndar alls­herjar­reglu, heilsu manna eða sið­gæði eða rétti og frelsi.“ – Sem sé; sundrung nema and­stæðingar Krists ráði ferðinni. Því skulu „börnin ekki fá að koma til þín“, séra Davíð. Og raunar hefur presturinn ekki verið þekktur að við­kvæmni fyrir af­stöðu annarra. Sum orð verða ekki öðru­vísi skilin en hann á­líti okkur sem höfum aðra pólitíska af­stöðu en hann vera banda­menn hins illa. Verður næst fermingar­bann? Þetta trú­frelsi ber kirkjunni ekki bara stjórnar­skrár­bundin heldur hei­lög skylda til að verja.

„Trú­frelsi inni­felur ekki einungis rétt til trúar­sann­færingarinnar, heldur einkum til trúar­iðkunar. Annars er það meiningar­laust hug­tak. Fyrir börn er bann við trúar­iðkun á skóla­tíma bann við kristinni trú. Svo ein­falt er það. Það kapp sem ör­fáir þeirra sem heiðnir eru leggja á að koma í veg fyrir að kristið fólk fái að til­biðja Jesúm Krist er ó­skiljan­legt. Fólk sem er annarrar trúar vill nefni­lega oftast virða rétt annarra til til­beiðslu. Megum við ekki bara fá að vera í friði með okkar gjörðir og aðrir með sínar? Svo er þetta sama fólk alveg of­boðs­lega um­burðar­lynt þegar að öðrum trúar­brögðum kemur. M.a.s. kúgun kvenna verður allt í einu á­sættan­leg vegna „menningar­legs fjöl­breyti­leika“. – Nú bíður maður eftir að ein­hver prestur hætti við fermingar af til­lits­semi við Sið­mennt og Van­trú,“skrifar Einar að lokum.

Fleiri fréttir