„Ég var ekki að spyrja um snilli ríkisstjórnarinnar“

Inga Sæland krafði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra svara um hvernig hún og ríkisstjórnin ætluðu að verja þau heimili sem neyðist til að hafa verðtryggð húsnæðislán, nú þegar verðbólga hafi hækkað yfir viðmið Seðlabankans. Inga benti á hækkun verðbólgu, bæði hér og í Bandaríkjunum. „Eins og við vitum, að þegar bandaríska hagkerfið hnerrar fær það íslenska kvef“, og minnti á að verðbólga sé komin í 4,6 prósent hér á landi og er sú sama nú og í Bandaríkjunum.

Jafnhá verðbólga og í Bandaríkjunum

Verðbólgan í Bandaríkjunum frá því í apríl í fyrra hefur farið úr, 0,3% í 4,6% og þar af frá því núna í mars úr 2,6% í 4,6% kom fram í máli Ingu. Hún benti á að þeir sem verst standi, bæði í eigin húsnæði eða leigu geti ekki komið sér undan verðtryggingunni og hvort ríkisstjórnin standi við orð sín um að létta heimilinum byrðina vegna ástandins.

Tímabundið þak á verðtryggingu

„ Hvað ætlar þessi ríkisstjórn að gera nú þegar aðeins nokkrar vikur eru eftir af löggjafarþinginu til að vernda heimilin í landinu fyrir verðbólgunni? Og hvers vegna styður hæstv. forsætisráðherra ekki frumvarp Flokks fólksins um að setja tímabundið þak á verðtryggingu húsnæðislána og banna slík lán?" var spurning Ingu.

Fjölmargar aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir sagði verðbólguþróunin áhygguefni en nefndi þær fjölmörgu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur farið í síðan Covid-faraldurinn skall á sem hún telur hafa mildað veikvæð áhrif á heimili og atvinnulíf.

Í seinna svari sínu, eftir að Inga sagðist ekki hafa verið að spyrja um „snilli ríkisstjórnarinnar“, sagði Katrín að nú þegar sé í vinnslu frumvarp sem takmarki 40 ára verðtryggð lán, þróunin væri einnig sú að vægi verðtryggingar hafi minnkað.

Frumvarp gegn áhrifum verðtryggingar í smíðum

„Hér inn í þingið frumvarp ríkisstjórnarfrumvarp um vexti og verðtryggingu sem miðar að ákveðnum takmörkunum á 40 ára verðtryggðum lánum og það væri óskandi að það væri hægt að ljúka vinnu við það frumvarp sem var hluti af yfirlýsingu okkar í tengslum við lífskjarasamninga,“ sagði Katrín og bætti við: „Þetta frumvarp er hér inni og það er hægt að ljúka vinnunni“.