Dreymdi smur­brauð með páska­í­vafi og lét drauminn rætast

Marentza Poul­sen smur­brauðs­drottning Ís­lands og lífs­kúnster verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld sem til­einkaður er páskunum.

Það þarf vart að kynna Martentzu sem er lands­þekkt fyrir sín girni­legu smur­brauð og kræsingar. Marentza rekur meðal annars Klambrar Bistro á Kjarvals­stöðum og Café Flóru í Grasa­garðinum í Laugar­dalnum þar sem smur­brauðin hafa slegið í gegn á­samt öllum þeim kræsingum sem þar eru í boði.

Sjöfn heim­sækir Marentzu heim í Skerja­fjörðinn þar sem hún býr á­samt eigin­manni sínum í ein­stak­lega fal­legu húsi með sál. Þær ætla að ferðast stutt­lega innan­húss, í eld­húsið þar sem Marentza nýtur sín allra best og í borð­stofuna þar sem páskarnir fá njóta sköpunar­hæfi­leika Marentzu.

Marentza hefur verið rómuð fyrir að fram­reiða ljúffeng og fagur­lega skreytt smur­brauð, úr því allra ferskasta hrá­efni sem völ er á að hverju sinni, og sæl­kera kræsingarnar sem fanga bæði augað og bragð­laukana.

Í þættinum í kvöld mun Martentza sýna á­horf­endum matar­upp­lifun sína sem hún fékk í draumi á dögunum, smur­brauð sem eru til­valinn til að njóta um páskana.

„Þessi smur­brauð ættu allir að geta gert, ein­falt, fljót­legt og hægt að nýta af­gangana af há­tíðar­matnum í hrá­efnið,“ sagði Martentza og blómstrar í eld­húsinu. Sjöfn spjallar við Marentzu um matar­venjur, hefðir og siði sem tengjast páskunum, á bernsku­árunum og fram til dagsins í dag.

„Páskarnir eru minn upp­á­halds­tími, birtan sem kemur með páska­skrautinu og gæða­stundirnar með fjöl­skyldunni eru svo upp­lífgandi,“ sagði Marentza og smitar út frá sér með út­geislun sinni.

„Fjöl­skyldan og hefðir fjöl­skyldunnar hafa mikið gildi fyrir mig,“ segir Marentza og leggur mikla á­herslu á að halda í hefðir og siði í takt við tíðar­andann sem tengjast mat og sam­veru fjöl­skyldunnar en þessir páskar verða ó­líkir öllum öðrum páskum sem hún hafi upp­lifað. Missið ekki af á­huga­verðu og skemmti­legu páska­inn­liti til Marentzu í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili, sem verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30, er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.