Desember, tíminn sem markast af mat og bakstri

Hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari voru að gefa út bókina desember með vinkonum sínum, mæðgunum Margréti Jónsdóttur og Móheiði Guðmundsdóttur sem er ljósmyndabók um desember, aðventuna og jólin. Sjöfn heimsækir Höllu Báru heim í notalega og hlýja eldhúsið hennar þar sem þær spjalla um útgáfu bókarinnar, innblásturinn fyrir gerð hennar og samstarf þeirra hjóna.

FBL M&H Halla Bára 3.jpeg

„Vinkonur okkar, Margrét og Móheiður eru mikil desemberbörn, elska aðventuna og hlakka ávallt mikið til jólanna. Í gegnum árin hafa þær gengið með þá hugmynd í maganum að gera bók sem hæfir árstímanum, sem gerir vel úr öllum dögum og þess vegna töluðu þær við okkur,“segir Halla Bára og bætir því jafnframt við að þau hjónin hafi strax verið til í að vinna þetta með þeim.

„Við fylgjum þeim í gegnum dagana heima hjá þeim á Akureyri í desember. Þær föndra skreyta, elda og baka,“segir Halla Bára sem er innblásin af fegurð desembermánaðar eftir upplifunina með þeim mæðgum. „Þetta var yndislegur tími og samstarfið var bæði gefandi og skemmtilegt. Okkur þótti mikilvægt að hafa uppskriftir í bókinni því við sáum fljótt hversu þessi árstími markast af mat og bakstri hjá þeim mæðgum.“

Halla Bára og Gunn­ar eru einnig. með vef­inn Home and Delicious. Þau eru þekkt á sínu svið og hafa á sín­um ferli rit­stýrt tíma­rit­um, gefið út bæk­ur og haldið nám­skeið. Halla Bára og Sjöfn fara því um víðan völl enda á mörgu að taka og ýmis fleiri leyndarmál sem Halla Bára lumar á.

FBL - M&H Halla Bára 2.jpeg

Einlægt og afslappað eldhússpjall Sjafnar og Höllu Báru í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.