Dagur afhjúpar breytingarnar: „Svona verður endurgert Lækjartorg!“

Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými.

Tillagan þykir vera allt í senn djörf, hlýleg og rómantísk.

„Hún ber með sér hugmyndaauðgi, sterka fagurfræðilega sýn, og næmni fyrir umhverfi og staðaranda og lyftir Lækjartorgi upp á spennandi og áhugaverðan hátt. Tillagan nær að flétta saman nútímann og söguna samhliða því að styrkja hlutverk Lækjartorgs sem vettvang fjölbreyttra athafna og mannlífs. Sveigjanleiki, leikgleði og vel útfærð rými á torginu fela í sér ótal möguleika og tækifæri fyrir margvíslega viðburða á á öllum árstímum,“ segir í umsögn dómnefndar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir á Twitter: