Daði Freyr sigurstranglegastur á Eurovision og sáttur með rass drauma sinna

Eftirlæti Íslands, tónlistarmaðurinn Daði Freyr, er sigurstranglegastur í veðbönkum varðandi Eurovision-keppnina sem fram fer á þessu ári og þrátt fyrir að lagið, sem hann kemur til með að flytja, sé óklárað. Tónlistarmaðurinn vakti sjálfur athygli á þessari stöðu veðbanka á Twitter rétt í þessu og krafðist þess að talningin yrði stöðvuð að repúblikanasið.

Ljóst er að vinsældir Daða Freys um alla álfuna gefa Íslandi ákveðið forskot í keppninni. Til að mynda er Daði á meðal vinsælustu Frónbúa á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann gladdi fylgjendur sína í vikunni með því að birta stutt myndband þar sem hann skartaði glænýrri hárgreiðslu og því sem hann vill meina að sé „rass drauma hans“.

Sjá má myndbandið skemmtileg hér.

Í leiðinni vakti Daði Freyr athygli fylgjenda sína á splúnkunýju lagi „Feel The Love“ sem Daði gaf út með tónlistarkonunni ÁSDÍSI í byrjun árs.

Greinilegt er að smitandi gleðin sem Daði Freyr dreifir um samskiptamiðlum er að skila sér í fleiri fylgjendum því á örskömmum tíma eru komnar tæplega 200 þúsund hlustanir á nýja lagið og samnefnt myndband á Youtube-síðu kappans.

Það er því óhætt að fullyrða að fjölmargir aðdáendur, landsmenn allir þar með í hópi, bíði spenntir ef því að Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu frumsýni Eurovision-lag hópsins sem verið er að leggja lokahönd á. Eins og frægt varð óskaði Daði Freyr eftir framlögum frá aðdáendum sínum í viðlag nýja lagsins. Bárust mörg hundruð hljóðdæmi og situr Daði Freyr víst sveittur, á nýja draumarassinum, við að púsla snilldinni saman.