Bubbi Morthens tjáir sig ó­beint um mál Eiðs Smára: „Skrímslið er því miður til“

Upp­sögn Eiðs Smára Guð­john­sen sem að­stoðar­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta hefur verið á allra vörum síðustu daga en upp­sögnin er sögð tengjast gleð­skap eftir leik ís­lenska liðsins gegn Norður-Makedóníu á hóteli í Skopje fyrr í þessum mánuði.

Tvennar sögur fara af því hvort Eiður hafi fengið sér of mikið í glas það kvöldið en svo virðist upp­sögn hans sé tengd drykkju hans þetta kvöldið.

Tón­listar­maðurinn Bubbi Morthens sem er ein­hver þekktasti bindindis­maður þjóðarinnar á­kvað því að minna lands­menn á hætturnar sem fylgja á­fengis­drykkju.

„Skrímslið sem þú hélst að væri til þegar þú varst lítill er til því miður og það heitir Á­fengi,“ skrifaði Bubbi á twitter síðu sinni í gær­kvöldi.

Bubbi lét líka til skara skríða á Face­book síðu sinni og sagði þar að á­fengi fellir enginn. „Við berum á­byrgð á okkur sjálf.“