Bubbi: „Elliði, þetta er þér ekki sæmandi“

„Elliði, þetta er þér ekki sæmandi. Hver hagnast á því að þú spyrð svona?,“ segir tón­listar­maðurinn Bubbi Morthens um Face­book-færslu Elliða Vignis­sonar, bæjar­stjóra í Ölfusi, í morgun.

Elliði velti þar fyrir sér hver það er sem borgar bar­áttuna fyrir nýrri stjórnar­skrá.

„Stjórnar­skrá hefur að geyma allar helstu megin­reglur um stjórn­skipu­lag ríkis. Þar er kveðið á um stjórn­skipu­lag, auk á­kvæða um ýmis grund­vallar­réttindi okkar allra. Þegar fast er sótt að því að sam­þykkt verði "NÝ STJÓRNAR­SKRÁ" er eðli­legt og á­byrgt að rýna for­sendur,“ sagði Elliði og bætti við:

„Er til of mikils mælst að við fáum til dæmis að sjá hver borgar þessa bar­áttu? Hver brennur svo fyrir mál­staðinn (eða á svo mikilla hags­muna að gæta) að hann verji stór­fé í að bylta fyrir­komu­lagi réttar­ríkisins? Það myndi auka trú­verðug­leikann að bók­hald þessarar bar­áttu yrði opnað,“ sagði hann.