Bryndísi Schram heyrði nafnið og æpti: „Hverjum DETTUR í hug að nefna barnið sitt það?”

17. janúar 2021
10:17
Fréttir & pistlar

Fyrrverandi forseti Ungra jafnaðarmanna, Nikólína Hildur Sveinsdóttir Jensen, sagði frá því á Twitter í gær þegar hún var kynnt fyrir Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins Hannibalssonar, í boði fyrir nokkrum árum. Hún segir fyrstu kynni sín af Bryndísi ekki hafa verið sérstaklega góð.

Tístið hefur vakið mikla athygli, er komið með hátt í sex hundruð læk þegar þetta er skrifað og fengið umsagnir á borð við „tíst ársins“.

„Ég var kynnt fyrir Bryndísi Schram í einhverju boði fyrir nokkrum árum og hún æpti yfir sig „NiKKKóLíNa?? Hverjum DETTUR í hug að nefna barnið sitt það??”“ skrifar Nikólína á Twitter.

„Í stað að spyrja á móti hverjum dytti í hug að hylma yfir síendurtekin kynferðisbrot maka síns þá brosti ég bara vandræðalega,“ segir hún svo.

Tístið birtist í gærmorgun í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við þrjár konur sem stigu fram undir nafni í fyrsta skipti og sögðu frá kynferði áreitni af hendi Jóns Baldvins.