Borgar­full­trúanum brugðið eftir at­vik í morgun: „Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir dýra­níðinga“

Ó­hætt er að segja að borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar, Sabine Leskopf, hafi orðið hvelft við þegar hún var úti að ganga með hundinn sinn í morgun.

Sabine, sem er fyrsti vara­for­seti borgar­stjórnar, segir frá þessu í Face­book-hópi íbúa Lang­holts­hverfis.

„Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir dýra­níðinga. Og þá er ég að tala um aðila sem sprengdu flug­elda með því­líkum hvelli rétt í þessu ná­lægt Álf­heima­kjarnanum þegar ég labbaði fram hjá með hundinum mínum. Og ef það voru krakkar þá mega for­eldrar þeirra gjarnan taka það til sín,“ segir hún.

Reglu­gerð um notkun skot­elda er mjög skýr, en notkun þeirra er að­eins leyfð frá 28. desember til 6. janúar og alltaf bönnuð frá klukkan 22 á kvöldin til klukkan 10 á morgnana, að ný­árs­nótt undan­skilinni. Margir virðast eiga erfitt með að með­taka þessar reglur.

Sabine segir í at­huga­semd undir þræðinum að sjálf trúi hún ekki á hel­víti heldur hafi hún verið að tjá reiði sína vegna at­viksins. Hún segist ekki vita hvort þeir sem sprengdu flug­eldinn hafi ætlað sér að hræða hundinn, en við­búið sé að fólki og dýrum bregði þegar flug­eldar eru sprengdir á þessum stað um há­bjartan dag.

„Hún varð fyrir á­kveðnu of­beldi og henni er nú held ég frekar sama hvort það var viljandi gert eða ekki. Og í þessum efnum þarf ein­fald­lega virki­lega við­horfs­breytingar, þannig að það má kannski alveg taka sterk­lega til orða af og til,“ segir hún og bætir við að fólk verði að gera sér grein fyrir af­leiðingunum sem svona „sak­laus skemmtun“ getur haft í för með sér.