Blöskrar að ís­lendingar hafi verið sýndir í kyn­lífs­at­höfnum

Í gær­kvöldi sýndi Stöð 2 þáttinn Ís­land í dag þar sem rætt var við ís­lenska konu sem fram­leiðir klám­efni og selur á vef­síðunni On­lyFans. Þátturinn er sýndur að loknum kvöld­fréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan hálf sjö á kvöldin.

Rætt var við Eddu Lovísu Björg­vins­dóttur sem selur efni á vef­síðunni og sýnd voru mynd­skeið af henni í kyn­lífs­at­höfnum.

Á Twitter spyr Sandra Ósk Jóhanns­dóttir, nemi í sál­fræði við Há­skóla Ís­lands, hvort ekki sé allt í lagi hjá Ís­landi í dag að sýna slíkt efni þegar „fólk var enn að borða.“ Í ummælum við tíst hennar taka margir undir með henni, það sé undarlegt að slíkt efni sé sýnt á matmálstíma.

„Okei stöð 2 var bara án gríns að sýna klám???? Full on fólk að ríða???? Í Íslandi í dag????“ spyr Sandra í öðru tísti og segist „í sjokki.“