Björn Leví skammaður fyrir að blóta í ræðustól – Myndband

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fékk að heyra það frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, starfandi þingforseta, þegar hann notaði blótsyrðið „andskotinn“ í ræðustól þingsins í kvöld.

Svo virðist sem Björn Leví hafi ekki tekið þessu mjög alvarlega en hann svaraði einfaldlega: „Andskotinn.“