Björn Ingi ekki búinn að viðurkenna neitt nýtt

Margir ráku upp stór augu í kvöld þegar Mannlíf birti nú í kvöld kvöldviðtal við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, þar sem hann var að ræða um einlæga iðrun í tengslum við #MeToo-byltinguna undir fyrirsögninni: „Einlæg iðrun Björns Inga vegna MeToo: „Hvet aðra karlmenn til að stíga fram og biðjast afsökunar“

Björn Ingi er einn fjölmargra sem liggja undir grun eftir að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak kallaði eftir upplýsingum um mann sem „talað hefur mikið um Covid“. Má sjá á athugasemdum að margir héldu að þarna væri Björn Ingi að tala inn í nýtt mál.

Svo reyndist ekki vera, í viðtalinu talar hann á almennum nótum og um edrúmennskuna og neðst í viðtalinu er tekið fram að það hafi upphaflega birst í maí í fyrra. Hefur Björn Ingi því ekki viðurkennt neitt nýtt.