Björn Ingi biðst afsökunar: „Datt ekki í hug að þetta yrði látið eftir mér”

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson biðst auðmjúklega afsökunar á veðri síðustu daga á Facebook-síðu sinni. Björn Inga er í óða önn að leggja lokahöndina á bók um COVID-19 faraldurinn sem fer brátt í prent og þess vegna hafi hann beðið til Guðs, í eigingirniskasti rithöfundarins, um að síðustu dagar myndu bjóða upp á veður sem að myndi tryggja að hann héldist inni við lyklaborðið.

„Þótt ég sé duglegur að biðja bænirnar mínar datt mér ekki í hug að þetta yrði látið eftir mér. Góðu fréttirnar eru að bókin kemur brátt út og þá fór sólin aftur að skína. Skal vanda mig betur næst þegar ég óska mér einhvers,“ segir Björn Ingi og birtir meðfylgjandi mynd af sér í einskonar Grétu Thunberg-kápu.