Bjartmar fengið nóg af þéttingu byggðar: „Fúll á móti getur bara pissað yfir á svalirnar hjá Sumarliða“

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson fer á kostum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Bjartmar fagnar sjötugsafmæli sínu í dag en þessi frábæri tónlistarmaður fer um víðan völl í viðtalinu.

Bjartmar talar meðal um Vesturbæinn þar sem hann er búsettur og kann óskaplega vel við sig.

Ég elska Vesturbæinn. Ég vil láta friðlýsa Vesturbæinn, Ægisíðuna og flugvöllinn og allt og Vatnsmýrina og allt saman. Bara friðlýsa þetta,“ segir Bjartmar í viðtalinu og fer svo yfir í ögn pólitískari sálma.

„Vera ekki með þessa hryðjuverkastarfsemi. Mér finnst þetta bara mjög ljót árás sem er gerð á borgina. Þessa fallegu og góðu borg. Þetta þétting byggðar, þétting byggðar er orðið svo þétt að fúll á móti getur bara pissað yfir á svalirnar hjá Sumarliða. Það er þétting byggðar. Þetta er nú samt allt annað en „in the old days“ þegar maður mætti kannski bara fjúkandi Morgunblaði í Austurstræti. Að nóttu til. Það var ekkert meira um að vera. Þetta hefur breyst mikið sem betur fer,“ segir Bjartmar meðal annars.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.