Bjarni um sam­bandið við Davíð: „Ekki mikil sam­skipti eins og staðan er“

22. maí 2020
10:44
Fréttir & pistlar

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að sam­skiptin við Davíð Odds­son, rit­stjóra Morgun­blaðsins og fyrr­verandi for­mann Sjálf­stæðis­flokksins, séu ekki mikil sem sakir standa. Bjarni er í við­tali í nýjasta tölu­blaði Mann­lífs þar sem hann ræðir þetta meðal annars.

Davíð, sem for­maður Sjálf­stæðis­flokksins á árunum 1991 til 2005, hefur verið gagn­rýninn á for­ystu Sjálf­stæðis­flokksins eins og hægt hefur verið að lesa úr rit­stjórnar­greinum á síðum Morgun­blaðsins.

Bjarni virðist ekki taka þeirri gagn­rýni per­sónu­lega þó hann viður­kenni að í blaðinu hafi verið á­herslur sem hann finni ekki sam­leið með. Hann neitar því að það andi köldu á milli þeirra Davíðs.

„Ég upp­lifi það ekki þannig. Það eru ein­fald­lega ekki mikil sam­skipti eins og staðan er.“

Bjarni hefur setið á þingi síðan 2003 og verið for­maður Sjálf­stæðis­flokksins síðan 2009. Hann er því öllu vanur og segist hafa lært á­kveðna auð­mýkt þegar kemur að gagn­rýni.

„Maður lærir að bera virðingu fyrir ó­líkum sjónar­miðum. Ég ætla ekki að segja að þetta sé alltaf auð­velt. En mót­lætið styrkir mann. Með því að sigrast á erfið­leikum þá verður maður sterkari til þess að fást við enn erfiðari mál,“ segir hann í við­talinu við Mann­líf.