Biskups­ritari fær haturs­bréf inn um lúguna hjá sér: „Um­­slagið stílað á okkur saman og póst­stimplað í Reykja­­vík“

Pétur G. Markan biskups­­ritari fékk nafn­­laust haturs­bréf inn um lúguna á heima hjá sér á föstu­­daginn. Hann greinir sjálfur frá málinu á Face­book.

„Þetta bréf beið okkar í bréfa­lúgunni heima föstu­­daginn 22. júli. Kom með öðrum pósti og satt best að segja hafði ekkert sér­­stakt yfir­­bragð á sér. Um­­slagið stílað á okkur saman, póst­stimplað í Reykja­­vík. Inni­haldið hins vegar vitnis­burður um að bar­áttan stendur enn yfir,“ skrifar Pétur sem birtir jafn­framt bréfið á Face­book síðu sinni.

„Í sjálfu sér talar hatrið greini­­legu máli, engin sér­­­stök á­­stæða til að kryfja það frekar. Við ætlum heldur ekki að tíunda hvaða verk­efni það eru sem við höfum unnið og skilað okkur þessum skila­­boðum. Þau fölna í verkum annars fólks sem hefur staðið vaktina, barist og helgað lífi sínu bar­áttu mann­réttinda og viður­­kenningar. Hitt er mikil­­vægara að segja; við erum hvergi nærri hætt,“ heldur Pétur á­fram.

„Eina leiðin er meiri mennska, kær­­leikur og lýð­ræði.
Með skáld­­skap Harðar Torfa;
Gefð ’onum blóm.
Já, gefð ‘onum blóma­vönd og rúsínu­­poka með hnetum,“ skrifar Pétur að lokum.