Birta hefur áhyggjur af rándýrum kertalogum: 70 þúsund króna ilmkerti uppseld

18. janúar 2021
09:26
Fréttir & pistlar

Tímabundin efnahagslægð í kjölfar kórónuveirufaraldursins virðist ekki stoppa Íslendinga í að kaupa sér munaðarvöru.

Þannig selur verslun Módern ilmkerti frá ONNO sem eru hverju öðru glæsilegra en á breiðu verðbili. Frá 16 þúsund krónum og upp í allt að 70 þúsund krónur.

Ef farið er inná vefverslun Módernmá sjá að það eru einmitt dýrustu kertin sem landsmenn virðast vera sólgnir í. Onno Sphere ilmkerti sem kostar 63 þúsund, með afslætti, er uppselt og það sama gildir um kertin í næstu verðflokkum, 53 þúsund og 45 þúsund.

Fjölmiðlakonan Birta Björnsdóttir, sem ber nafn með rentu og hefur áhuga á kertum og hverskonar lýsingu, vakti athygli á þessari staðreynd á Twitter í morgun.

„Ég hef ekki áhyggjur af neinu. Nema kannski þeirri staðreynd að ilmkerti á þessum prís séu uppseld,“ skrifar Birta í léttum tón.