Birna Einarsdóttir, Magnús Harðarson og Björn Víglundsson gestir Jóns G. í kvöld

16. september 2020
20:28
Fréttir & pistlar

Spennandi hlutafjárútboð Icelandair Group gerir vikuna að einni stærstu viku á markaðnum til margra ára – og þá reiða mörg fyrirtæki sig núna á aðgerðir bankanna. Það verður af nógu að taka í viðskiptaþætti Jóns G. í kvöld. Gestir hans eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland og þá ræðir hann við Björn Víglundsson, nýráðinn forstjóriTorgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, um ferilinn og forgangsverkefnin í nýju starfi.

Fram kemur í þættinum að hlutabréfaútboð Icelandair Group upp á 20 til 23 milljarða króna sé eitt það allra stærsta frá upphafi hér á landi. Margir Íslendingar tengja eðlilega við félagið en útboðið hefur ýtt undir þarfa umræðu um eðli hlutabréfamarkaðarins - sem er jú góð leið fyrir fyrirtæki til að afla sér fjármagns hjá fjárfestum.

Þá kemur fram hjá Magnúsi Harðarsyni í þættinum í kvöld að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem ekki veitir einstaklingum skattaafslátt af hlutabréfakaupum.

Á Hringbraut kl. 20:30 í kvöld og á tveggja tíma fresti eftir það næsta sólarhringinn.