Birna Einars­dóttir: Ís­lands­banki leggur 5 til 6 milljarða til hliðar vegna út­lána

Birna Einars­dóttir, banka­stjóri Ís­lands­banka, er gestur í við­skipta­þætti Jóns G. Hauks­sonar á Hring­braut í kvöld. Þau koma víða við og fara meðal annars yfir helstu úr­ræði bankans gagn­vart við­skipta­vinum í þeirri kreppu sem nú ríkir.

Á milli 200 til 300 fyrir­tæki hafa fengið sér­stök ríkis­tryggð stuðnings­lán og voru lán fryst hjá mörgum sl. vor þegar ó­vissan vegna far­aldursins blasti við. Sú ó­vissa er að vísu ekki að baki eins og um­ræður og á­ætlanir í tengslum við hluta­fjár­út­boð Icelandair Group lýsir best.

Hagnaður Ís­lands­banka á síðasta ári var um 8,5 milljarðar króna og eigið fé hans um 180 milljarðar króna. Bankinn stendur traustum fótum en vegna var­færnis­sjónar­miða við nú­verandi að­stæður í at­vinnu­lífinu hefur verið á­kveðið að leggja mun meira fé til hliðar í svo­nefndan virðis­rýrnunar­sjóð á þessu ári en á­ætlanir gerðu ráð fyrir; eða 5 til 6 milljarða króna, og sem er tals­vert mun meira en á síðasta ári.

Um 10% af lána­bók bankans tengjast fyrir­tækjum í ferða­þjónustu þar sem erfið­leikar fyrir­tækjanna er mestur.

Þá ræða þau Jón G. og Birna um hluta­fjár­út­boð Icelandair Group og telur þá leið sem nú er farin bæði trausta og var­færna og þá bestu til að skila mestum árangri þegar upp verði staðið og við­spyrnan hefst með auknum fjölda ferða­manna.