Birgitta vill heiðra minningu dóttur sinnar með róló velli: „Alexandra vildi hafa sem mest fjör og elskaði að róla“

Birgitta Jeanne Sigur­­steins­dóttir, móðir Alexöndru Eld­eyjar Finn­­boga­dóttur, leggur til í hug­­mynda­­söfnuninni Hverfið mitt hjá Reykja­víkur­­borg að byggður verði „Alexöndru róló“ í Voga­byggð.

Þetta kemur framí frétt Frétta­blaðsins.

„Alexandra Eld­ey Finn­­boga­dóttir (15.10.20-18.6.22) bjó í hinni nýju Voga­byggð mars 2022 - júní 2022. Ekkert leik­­svæði er fyrir börn á þessu svæði svo við leggjum til að komið verði upp rólu­velli í Voga­byggð í minningu hennar sem verður kallaður Alexöndruróló. Alexandra vildi hafa sem mest fjör og elskaði að róla og leika úti en við fórum yfir­­­leitt langa leið til þess, alla leið yfir Sæ­brautina á Drekarólóinn. Við vonum því að komið verði upp róló hér í Voga­byggð sem fyrst,“ segir á vef Reykja­víkur­borgar en Frétta­blaðið fékk leyfi frá Birgittu til að fjalla um hug­myndina.

Alexandra Eld­ey lést úr bráðri heila­himnu­bólgu á Spáni í sumar að­eins 20 mánaða gömul. Veikindi Alexöndru Eld­eyjar fóru að gera vart við sig í fluginu rétt fyrir komu fjöl­­skyldunnar til Madríd að kvöldi mið­viku­­dagsins 15. júní.

Birgitta og Finn­­bogi Darri, faðir Alexöndru, fóru með hana á sjúkra­hús beint eftir flugið og þar voru teknar prufur, gerðar ýmsar rann­­sóknir og henni gefin lyf.

Alexandra fór að hressast, var á bata­vegi og fengu þau leyfi til að fara með hana heim undir morgun. Að kvöldi næsta dags veiktist hún mjög hratt og fóru þau strax á sjúkra­húsið aftur, þaðan var hún flutt á há­­skóla­­sjúkra­húsið í Madríd sem var betur til þess fallið að sinna veikindum hennar.

Alexandra Eld­ey hafði fengið allar ráð­lagðar bólu­­setningar eins og önnur börn á Ís­landi, þar með talið gegn pneumococcum. Læknar og hjúkrunar­fræðingar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Alexöndru en það er lítið hægt að gera þegar þessi baktería nær fót­festu, jafn­vel þó við­komandi sé á sjúkra­húsi.

„Ó­­­trú­­lega mikil­­vægt fyrir hverfis­braginn“

Sam­­kvæmt um­­­mælum undir til­­lögu Birgittu taka í­búar vel í hug­­myndina.

„Það er ó­­­trú­­lega mikil­­vægt fyrir hverfis­braginn að hafa róló. Vona að þetta verði að veru­­leika!“ skrifar Jes­­sý Jóns­dóttir undir til­­löguna.

„Frá­bær hug­­mynd,“ bætir Grímur Jóns­­son við. „Fal­­leg og góð hug­­mynd sem gagnast börnum og for­eldrum í hverfinu, og heiðrar minningu elsku Alexöndru Eld­eyjar á fal­­legan hátt. Vona að borgar­yfir­­völd bregðist við þessari hug­­mynd með opnum huga og kær­­leika,“ segir Odd­ný Elín Magna­dóttir.

Í­búar í Reykja­vík geta kosið með hug­myndinni hér.