Birgitta Líf blæs á svæsna kjaftasögu: „Gengur á skjön við allt sem ég stend fyrir“

Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og markaðsstjóri hjá World Class, er oft á tíðum á milli tannanna á fólki og þarf að sitja undir slúðri.

Birgitta ræddi þetta meðal annars í hlaðvarpsþættinum Normið á dögunum þar sem hún lýsti einni ljótri sögu sem hún heyrði um sjálfa sig. Fjallað var um þetta á vef Fréttablaðsins.

„Það nýjasta sem ég heyrði var þegar ég fékk skilaboð frá vinkonu minni þegar ég var að labba með hundana á sunnudagsmorgni hvort ég væri á spítala,“ sagði Birgitta og bætti við að ástæðan hefði verið sú að hún átti að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni kvöldið áður.

Birgitta segir að ekki þurfi að taka fram að um hreina lygi sé að ræða. Sjálf kveðst hún ekki einu sinni hafa veipað á sinni lífstíð, hvað þá tekið kókaín.

„Ég hef ekki einu sinni vape-að og gengur á skjön við allt sem ég stend fyrir," segir hún.

Nánar á vef Fréttablaðsins.