Birgir hefur oft komið að sjálfsvígum: „Það mörg að ég gat ekki talið þau í huganum“

21. október 2020
13:58
Fréttir & pistlar

„Ég var um daginn að reyna að rifja upp þau sjálfs­víg sem ég hef farið í vegna vinnunnar minnar. Ég komst að því að þau eru það mörg að ég gat ekki talið þau í huganum. Það er frekar sorg­leg til­hugsun,“ segir Birgir Örn Guð­jóns­son lög­reglu­maður.

Birgir Örn, oft kallaður Biggi lögga, skrifar at­hyglis­verðan pistil á Face­book þar sem hann vekur at­hygli á á­taki Geð­hjálpar um að geð­heilsa verði sett í for­gang innan heil­brigðis­kerfisins og alls sam­fé­lagsins. Var vefurinn 39.is settur á lag­girnar en talan vísar til fjölda þeirra sem sviptu sig lífi á síðasta ári og meðal­fjölda þeirra sem svipta sig lífi ár­lega undan­farinn ára­tug.

Birgir Örn bendir á að sjálfs­víg séu ná­lægur og stór partur af sam­fé­laginu og eitt af því sem gerir þau svo ó­hugnan­leg sé hversu ráð­þrota við virðumst vera gagn­vart þeim. Svo virðist vera sem enginn árangur hafi náðst í bar­áttunni gegn þeim. „Þetta er nefni­lega ekki eins og bar­átta gegn á­kveðnum sjúk­dómi eða slysum. Sjálfs­víg eru af­leiðing. Af­leiðing af lífinu sjálfu.“

Birgir Örn er þeirrar skoðunar að um­ræðan um sjálfs­víg sé bæði eðli­leg og nauð­syn­leg og ekki megi loka augunum fyrir þeim eða líta á þau sem feimnis­mál – ekki frekar en krabba­mein eða bíl­slys. Því miður sé ekki til nein töfra­lausn við því hvernig við fyrir­byggjum sjálfs­víg.

„Á­stæður fyrir því að ein­hver á­kveður að enda líf sitt geta verið svo enda­laust margar. Sumir eiga við geð­ræn vanda­mál að stríða en alls ekki allir. Þetta getur líka verið upp­gjöf, kvíði, hefnd, sorg, reiði, söknuður eða hvað sem er. Þetta er því ekki beint bar­átta gegn sjálfs­vígum, heldur bar­átta gegn þeim at­riðum sem geta leitt ein­stak­linga inn í þá hugsun að slíkt geti verið lausn. Þetta er bar­átta MEÐ bættu og geð­heil­brigðara sam­fé­lagi.“

Birgir segir í pistli sínum að við getum aldrei borið á­byrgð á því að ein­hver annar sviptir sig lífi. Það eina sem við getum borið á­byrgð á eru okkar orð og at­hafnir.

„Við getum þannig öll haft á­hrif á að ein­hverjum líði ör­lítið betur. Að ein­hver finni smá von. Að ein­hver sjái smá til­gang. Að ein­hver gefist kannski ekki upp. Að ein­hverjum renni reiðin. Að ein­hver leiti sér hjálpar. Það er partur af því að vera hluti af heild sem kallast fjöl­skylda, vinir, vinnu­staður eða sam­fé­lag. Þar liggur okkar ein­stak­lings­bundna á­byrgð. Það er alltaf önnur leið í boði en sjálfs­víg. Við höfum ekki það vald að velja þá leið fyrir aðra. Við höfum bara það vald að bjóða upp upp á hana. Kannski bara með einum ör­litlum veg­vísi,“ segir Birgir Örn.

Hann segir að lokum að kerfið sem heldur utan um okkur hafi þá skyldu og á­byrgð að setja geð­heilsu á sama stall og líkam­lega heilsu.

„Það að fólk hafi t.d. ekki efni á sál­fræði­þjónustu eða annarri þjónustu sér­fræðinga í geð­heil­brigði er gjör­sam­lega galið. Við myndum aldrei sætta okkur við að fólk hefði ekki efni á að fara í botn­langa­töku, hjarta­þræðingu eða krabba­meins­með­ferð og myndi þess vegna bara sleppa því og deyja. Það er kominn tími til að setja geð­heilsuna í for­gang. Það er lífs nauð­syn­legt.“


Fólk með sjálfs­vígs­hugsanir er minnt á Hjálpar­síma Rauða krossins 1717 og net­spjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta sam­takanna, síminn þar er opinn allan sóla­hringinn 552 2218 og vef­síðan www.pieta.is.