„Bíddu, hvaða erindi á þessi spurning í forsetakjörsumræðu?“

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi og viðskipta- og hagfræðingur var gestur í Silfrinu á RÚV í dag.

Hann benti á að það væri hægt að nýta málskotsrétt forsetans miklu meira en gert er en sagði það þó ekki endilega þurfa. Hægt væri að hafa meira samtal við stjórnvöld og benti hann á að orkupakkin og sala bankanna væru kjörin mál til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðmundur talaði einnig um hvernig hann hefði brugðist við í Landsréttarmálinu. Hann hefði gert þinginu að taka málið aftur til umfjöllunar og klára málið. „Það hefði getað tekið einn dag,“sagði Guðmundur.

Fanney spurði Guðmund út í ummæli sem hann hafði látið falla á netinu um Smára McCarthy.

„Ég var ekkert í forsetaframboði þá, þegar ég var að hlæja að því hvort að Smári McCarthy væri stærðfræðingur eða ekki.“ Og bætti við „Bíddu, hvaða erindi á þessi spurning í forsetakjörsumræðu? Hvort einhver pírati sé stærðfræðingur eða ekki stærðfræðingur?“