Bana­slys í Breið­holti: Sást þú hvað gerðist?

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur sent frá sér til­kynningu vegna bana­slyss sem varð á göngu­stíg á móts við Haga­sel 14-22 í Breið­holti laugar­daginn 16. janúar síðast­liðinn.

Í til­kynningunni óskar lög­reglan eftir hugsan­legum vitnum að slysinu.

Til­kynningin um slysið barst klukkan 8.13 en þar féll karl­maður á sjö­tugs­aldri af reið­hjóli. Maðurinn var fluttur á slysa­deild Land­spítalans þar sem hann lést tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram.

Þeir sem kunna að geta veitt upp­lýsingar um slysið eru vin­sam­legast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu, en upp­lýsingum má koma á fram­færi í síma 444 1000, með einka­skila­boðum á fés­bókar­síðu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu eða í tölvu­pósti á net­fangið a­dals­[email protected]