Auglýsing KSÍ vekur mikil viðbrögð: „Hallærislegasta sem ég hef séð lengi“

„Við sem höldum með Ís­landi eigum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. Saga Ís­lands snýst ekki um stöðuga varnar­bar­áttu gegn er­lendri á­sælni,“ segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Samfylkingarinnar.

Guð­mundur gerir þar að um­tals­efni nýja aug­lýsingu frá KSÍ sem var frum­sýnd í gær og tákn ís­lensku lands­liðanna, eða eins og segir á heima­síðu KSÍ:

„Síðasta aldar­fjórðung hefur tákn lands­liðanna verið sam­sett úr upp­hafs­stöfum KSÍ, fót­bolta og ís­lenska fánanum. Merkið hefur bæði staðið fyrir í­mynd sam­bandsins og lands­lið Ís­lands. Eftir því sem starf­semi sam­bandsins hefur þróast, í­mynd Ís­lands vaxið og árangur lands­liðanna aukist, hefur merkið átt erfiðara með að standa undir þessu tví­skipta hlut­verki. Þörf hefur skapast fyrir merki sem fangar betur grunn­gildi og upp­sprettu lið­sandans; ást­ríðu­fullt sam­einingar­tákn sem laðar fram styrk­leika okkar, sögu og bar­áttu­anda.“

Í aug­lýsingunni og nýja merkinu er á­hersla lögð á land­vættirnar fjórar; griðungur, gammur, dreki og berg­risi sem sagðar eru hinar full­komnu tákn­myndir fyrir lands­lið Ís­lands. „Þær eru tákn sam­stöðu og verja vígið okkar sem önnur lið óttast, heima­völlinn. Bar­áttu­andinn, viljinn og þraut­seigjan eru allt­um­lykjandi.“

Aug­lýsingin og merki lands­liðanna hefur vakið tölu­verða at­hygli og sitt sýnist hverjum. Guð­mundur Andri er einn þeirra sem gagn­rýnir hana og segir:

„Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-aug­lýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum inn­rásar­herjum, og nota til þess heila­spunann úr Snorra Sturlu­syni um ó­freskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn út­sendara Haraldar Gorms­sonar, og urðu svo löngu síðar að tákn­myndum lands­fjórðunganna undir heitinu „land­vættir“. Þetta er í grund­vallar­at­riðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir hann og bætir við að saga sýni að á öllum tímum sé ein­angrun slæm. For­senda gróandi þjóð­lífs séu við­skipti og sam­skipti við er­lendar þjóðir.

Illugi Jökuls­son gerir þetta einnig að um­tals­efni á Facebook-síðu sinni og segir ein­fald­lega: „Eru þau al­gjör­lega hrokkin upp af standinum þarna hjá KSÍ? Þetta er það hall­æris­legasta, klikkaðasta og vit­lausasta sem ég hef lengi séð! Eða er þetta kannski outtake úr myndinni hans Will Ferrell þar sem hann var að gera grín að okkur?“

Eins og áður segir eru skiptar skoðanir og telja margir að aug­lýsingin og merkið sé vel heppnað. „Mér finnst þetta reyndar al­gjör­lega brilliant. Blessunar­lega er mis­jafn mannanna smekkur,“ segir til að mynda einn. Aug­lýsinguna má sjá hér að neðan: