ÁTVR greiddi út milljónir í bætur vegna sölubanns á Lunda

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins greiddi íslensku heildsölunni Rolf Johansen & Company bætur upp á 13,6 milljónir króna fyrir að hafa bannað sölu á neftóbakinu Lunda í átta ár. Kjarninn greinir frá þessu og byggir umfjöllun sína á opinberum gögnum.

Sala á íslensku neftóbaki jókst gríðarlega eftir aldamót. Samanlagt skilaði sala á neftóbaki tekjum upp á 7,3 milljörðum króna frá byrjun árs 2012 og til loka árs 2019. Lundi vildi koma inn á þennan markað árið 2011, ÁTVR sendi frá sér tilkynningu um að Lundi væri kominn í sölubann „á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munntóbak frekar en neftóbak.“ Sölubannið var loks afnumið árið 2019 þegar ÁTVR taldi sig ekki lengur hafa lagaheimild til að banna söluna.

Ári síðar var unnið minnisblað þar sem kom fram ótvíræðum hætti að ákvörðun ÁTVR um að hætta innkaupum á Lunda hafi verið ólögmæt. Var þá ákveðið að greiða út bæturnar.