Ást­þór Magnússon varar Svía og Finna við: „NATÓ er hættu­legt banda­lag að vera í“

„Sam­starf friðar­sam­taka á Norður­löndum hafa sent ríkis­stjórnum og þing­mönnum landanna bréf. Anti­k­rigs-Initi­ati­vet (Frum­kvæði gegn stríði) leggur ein­dregið til að Norður­löndin um­svifa­laust stöðu sína og endur­nýi sjálf­bærni sína sem er falin í sam­starfi Norður­landanna og varnar­banda­lagi eins og það var endur­myndað árið 2009,“ skrifar Ást­þór Magnús­son fyrrum for­seta­fram­bjóðandi til margra ára í nýrri grein á Vísi.

„Þátt­taka okkar í stríðs­rekstri víða um heim hefur stuðlað að eyði­leggingu og verri lífs­kjörum og lífs­grund­völl víðs­vegar um heiminn og leitt til mikils flótta­manna­vanda. Varnar­banda­lag okkar gefur kost á að leið­rétta og lag­færa eftir þær á­rásir sem við höfum þannig stuðlað að og stutt.“

Ást­þór segir tæki­færið núna áður en Sví­þjóð og Finn­land ljúka um­sóknar­ferli sínu um inn­göngu í NATÓ.

„Noregur, Dan­mörk og Ís­land geta rétt út höndina og með sögu­legum hætti veitt endur­nýjaðri orku inn í varnar­banda­lag Norður­landanna. Tekið skrefið og skapað nýjan grund­völl fyrir sam­eigin­legu varnar­banda­lagi án NATO.“

„NATO er hættu­legt banda­lag að vera í. Að stækka NATO mun minnka öryggi Evrópu. Sam­eigin­legt nor­rænt varnar­banda­lag getur ráðið úr­slitum í að við­halda friði á Norður­slóðum og draga úr spennu. Við þurfum á við­spyrnu að halda gegn yfir­standandi her­væðingu norðursins að halda. Okkar hagur er frið­sæld.

Út­frá öryggi­s­pólitík er sam­nor­rænt sam­starf um varnir góður kostur. Við viljum forðast aukna spennu og er­lendar her­stöðvar á okkar lands­svæði til að gera okkur auð­veldara fyrir að halda stjórn bæði í raun­heimum og staf­rænt (m.t.t. t.d. eftir­lits Banda­ríkjanna með dönskum net­tengingum). Við viljum tryggja að okkur sé unnt að móta eigin pólitísku stefnu. Það er styrkur í banda­lagi okkar í því ljósi að Norður­löndin sam­einuð mynda tíunda til tólfta stærsta efna­hags­svæði í heimi.“

Hann skorar á stjórn­völd á Ís­landi að hugsa með skapandi hætti að taka til að­gerða og snúa við þeirri hræðslu og for­sendu­sköpun sem yfir­standandi stríð í Úkraínu hefur leitt af sér.

„Noregur, Dan­mörk, Ís­land, Sví­þjóð og Finn­land leggja metnað í að standa fyrir lýð­ræði og sið­fræði inn í fram­tíðina. Anti­k­rigs-Initi­ati­vet hvetur ein­dregið til þess að í­grunda stöðuna vand­lega og taka sjálf­stæðar og ó­háðar á­kvarðanir um fram­haldið. Okkar sam­eigin­legu hags­munir eru að skapa varandi frið. Nor­rænt varnar­banda­lag mun skipta sköpum.“

„Okkar kyn­slóð getur gert upp skuldina vegna mann­réttinda­brota sem Noregur og Dan­mörk hafa myndað með fram­lögum sínum til og af­stöðu innan NATO.

Anti­k­rigs-Initi­ati­vet skorar á Norður­löndin að nýta tímann, hugsa al­var­lega um þessa til­lögu og endur­heimta dóm­greind sína sem hefur orðið hræðslunni að bráð. Ykkar er á­byrgðin, ykkar er að stuðla að friði.

Friður 2000 á Ís­landi hefur sent bréfið til ríkis­stjórnar og al­þingis­manna á Ís­landi,“ skrifar Ástr­þór að lokum.