Ástríðan fyrir smíðum og fallegu handverki blómstrar í pakkhúsinu

Á Íslandi erum við svo heppin að eiga fjölbreytta flóru af handverksfólki sem gleður okkur með list og nytjavörum sem fegra heimilin. Í Grindavík hefur risið upp fallegt pakkhús sem þegar er orðið af eitt af fallegustu kennileitum bæjarins, reisulegt svart pakkhús sem minnir okkur á fortíðina og hýsir vinnustofu handverksmannsins Vignis Kristinssonar. Hann og fjölskylda hans reistu húsið og tóku í notkun á síðasta ári. Hýsir það vinnustofu hans og verslun þar sem handverk Vignis gleðja gesti og gangandi. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Vigni, á vinnustofuna en Vignir sem er betur þekktur undir nafninu Kristinsson, hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir smíðum og fallegu handverki.

M&H Kristinsson Pakkhúsið

Í mörg ár hefur Kristinsson smíðað sér til ánægju og gefið heimilum sjarma af vönduðum innréttingum og húsgögnum úr gegnheilum viði af náttúrinnar hendi. „Það sem gerir list fallega er fyrst og fremst falleg hugmynd og heiðarleiki,“segir Kristinsson og hefur náttúruna sem fyrirmynd. Meira um heimsókn kvöldsins í þættinum Matur og Heimili í klukkan 20.00 á Hringbraut.