Áslaug Arna ver aðkomu sína að myndbandinu sem var fjarlægt: „Ég tók bara afstöðu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það hafi ekki verið mistök að taka þátt í myndbandinu „Ég trúi“. Þá hefur hún ekki skoðun á því að myndbandið hafi verið fjarlægt eftir að tveir menn sem komu fram í myndbandinu viðurkenndu að hafa farið yfir mörk kvenna, annar mannanna er Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar Örnu.

„Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði Áslaug Arna í samtali við Vísiað loknum ríkisstjórnarfundi.

Myndbandið var gert af hlaðvarpsþættinum Eigin konur sem stýrt er af Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur og sýndi þjóðþekkta einstaklinga flytja þann boðskap að trúa eigi þolendum.