Árni Stefán opnar sig eftir að klámið hans kom í ljós: „Kom upp um mig!“

Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason birti mynd á Facebook í gær sem hefur vakið talsverða athygli, en það sem vekur áhuga fólks er ekki það sem Árni ætlaði að leggja áherslu á heldur svolítið annað.

Árni tók ljósmynd af tölvuskjánum sínum til þess að sýna fyrirsögn á RÚV, en á sama tíma sáust síður sem hann var með vistaðar í tölvunni sinni, og þar virtust vera að minnsta kosti tvær klámsíður. Önnur bar nafnið „Petie rough fuck“ og hin „Porn dude“.

Það sem Árni hafði verið að ræða um í færslu sinni var þungunarrof, en Árni er mótfallinn því og segir að hann telji það var morð.

„Ég tel líka að langflestar íslenskar kjeddlingar, eins og þær presintera sig td á vikan á Instagram séu að kalla á drátt og ef þær verða fúlar með böllinn þá væli þær nauðgun og hlaupi með það í miðlana,“ skrifaði Árni í færslunni en það fór fyrir brjóstið á mörgum.

Málið vakti athygli á samfélagsmiðlum, en þar skrifaði Sandra nokkur, sálfræðinemi: „Árni Stefán að vera Árni Stefán. hHann ætti kannski að passa sig hvað hann setur á netið í staðinn fyrir að væla um kjeddlingar,“

Þá virtist Árni eyða færslunni sinni, en baráttukonan Hildur Lillendahl segist hafa spurt Árna út í það: „Ég spurði hann á Facebook hvort hann hefði eytt þessari færslu því honum hefði fundist vandræðalegt að hafa sýnt heiminum að hann hefði bookmarkað petite rough fuck. Hann blokkaði mig.“

Mannlíf skrifaði frétt um málið, en það hefur orðið til þess að Árni hefur ákveðið að svara fyrir sig.

„Þetta er magnað. Kom upp um mig! Þetta er það, sem ég kalla þetta úrkynjaða lið og tröllríður miðlunum í bókstaflegri merkingu og féll í gildruna.“ segir hann.

Þá gagnrýnir hann bæði Mannlíf og konurnar tvær sem gagnrýndu hann, en hann gengur svo langt að kalla þær „náttúrulausar“. Í færslu hans segir:

„Já það vill svo til að ég hef áhuga á mestu orku mannsins og hafði merkt við tengil sem ég var síður en svo hvorki að reyna að flagga né fela og einhver kynfræðingur og opinber persóna hafði fjallað um og virt sem áhugaverðar síður eins og pornhub sem annarhver íbúi heimsins mun hafa bookmarkað hjá sér í geðveiki sinni að mati Mannlífs og þeirra að þvi er virðist náttúrulausu kvenna sem fara ófögrum orðum um mannlegt eðli mitt og þúsunda annara íslenskra karlmanna sem líklega góna á þetta daglega, jafnvel giftra. Af hverju skildi það nú vera hjá þeim giftu. Ég þarf allavegs ekki að díla við óskiljanlegar skammir sem þeir fá nú eða ekki því það eru milljón kjeddlingar hér að róta í þessu, eðlilega. Nú og til að toppa óvandvirknina Reynir Traustason, nú sem endranær, þá er ég ekki lögmaður. Annars er fullt af bookmarks þarna um flugherma þarna enda á ég flottasta flughermi á Ísland.“