Árni sendir unga fólkinu skýr skila­boð: „Lífið er dýr­mætara en allt annað, jafn­vel peningar“

„Nú legg ég til, að ís­lensku sjón­varps­stöðvarnar sýni myndir af skelfi­legum þjáningum sjúk­linga, sem hafa orðið veikir af Co­vid 19 veirunni. Það er nóg af slíkum mynd­skeiðum á er­lendum sjón­varps­stöðvum,“ segir Árni Gunnars­son, fyrr­verandi frétta­maður og þing­maður.

Árni skrifar pistil á Face­book-síðu sína sem hefur vakið nokkra at­hygli en yfir­skrift pistilsins er DAUÐANS AL­VARA. Hann hvetur unga fólkið til að huga betur að sér.

„Síðan mætti skjóta inn myndum af nýjum graf­reitum, t.d. í Banda­ríkjunum og Brasilíu, þar sem liggja hundruð og þúsunda ein­stak­linga, sem látist hafa úr veirunni. - Hópar Ís­lendinga, einkum yngra fólk, tekur lítið eða ekkert mark á þeirri dauðans al­vöru, sem er fylgi­fiskur smits.“

Árni segir að unga fólkið verði að fá að horfast í augu við af­leiðingar plágunnar og oft á tíðum heimsku­legs fram­ferðis, ekki bara gagn­vart sjálfum sér, heldur einnig sam­borgaranna.

„Stjórn­völd eiga ekki að hika við, að beita hörðustu að­gerðum gegn veirunni, jafn­vel þótt það kosti ein­hver fjár­hags­leg á­föll. Hér er um líf og dauða að tefla og nánast ó­gjör­legt að fara milli­veg til að sætta ein­hverja hags­muna­hópa. Lífið er dýr­mætara en allt annað, jafn­vel peningar. Þeirra má afla á nýjan leik. Hins vegar verður plágunni ekki snúið við, nema með sam­eigin­legu á­taki og skyn­sam­legum lífs­háttum,“ segir Árni.