Á­reitt í sturtu, orðin veik og getur ekki meir: Skreið milli rúmsins og borðsins

„Þetta var örugg­lega erfiðasta á­kvörðun sem ég hef tekið um ævina,“ segir Sigur­borg Ósk Haralds­dóttir, borgar­full­trúi Pírata, sem hyggst hætta í borgar­stjórn vegna veikinda. Hún fær hvergi frið, ekki einu sinni í sturtu í Vestur­bæjar­laug, að því er fram kemur í helgar­við­tali Frétta­blaðsins.

Þar greinir Sigur­borg frá því að hún undir­gangist nú gigtar­rann­sóknir. Hún og fjöl­skyldan ætla að flytjast til Húsa­víkur. Sigur­borg segir að­stæður í stjórn­málum gríðar­lega erfið, sér­stak­lega fyrir konur.

„Ég skipu­lagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikinda­leyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikinda­leyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigur­borg í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þar lýsir hún því hvernig hún hafi upp­lifað veikindin. Í eitt skiptið hafi maðurinn hennar komið heim eftir að hafa dvalið annars­staðar í sótt­kví.

„Þegar hann kom til baka, heim úr sótt­kvínni, sá hann að ég var bara ekki sama manneskjan lengur. Þá var ég búin að vera ein heima með strákana í þessu og skreið bara á milli rúmsins og borðsins og gerði ekkert annað. Það er ó­trú­legt hvað maður getur pínt sig lengi.“

Þá lýsir hún því meðal annars hvernig hún hafi orðið fyrir að­kasti víða vegna vinnu sinnar. „Það er baunað yfir mig þegar ég er í sturtu í Vestur­bæjar­lauginni, þegar ég er að taka leigu­bíl eða hvað sem er, það bara stoppar ekkert.“

Helgar­við­tal Frétta­blaðsins við Sigur­borgu.