Anna Sig­rún: „Þetta er ekki búið“

Þó að smitum hafi fækkað tölu­vert hér á landi að undan­förnu er far­aldurinn ekki búinn. Þetta segir Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, að­stoðar­maður for­stjóra Land­spítalans, í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

Rúmir tíu dagar eru síðan fleiri en fimm smit greindust á einum sólar­hring og á fimmtu­dag greindist ekki eitt einasta smit. Þrátt fyrir það eru ní­tján manns á sjúkra­húsi með veiruna.

„Það er miður að fólk sé svo veikt að það þurfi inn­lögn hjá okkur. Skila­boðin eru klár­lega að þetta er ekki búið,“ segir Anna Sig­rún við Morgun­blaðið og bætir við að í vikunni hafi sex ein­staklingar verið lagðir inn vegna CO­VID-19 og eru fimm á spítalanum núna. Hinir sem liggja inni eru ekki með virkt smit og glíma ein­hverjir þeirra við eftir­köst veirunnar.

„Þetta er fólk á miðjum aldri og eldra. Það er svo­lítið síðan við vorum með fimm sjúk­linga með virkt smit,“ segir hún við Morgun­blaðið í dag.