Andri Snær með skemmti­lega hug­mynd: „Gæti orðið afar á­huga­verður veru­leiki“

10. ágúst 2020
16:00
Fréttir & pistlar

„Tíu þúsund manns sem eru hér í ár er jafn mikil við­vera og 500.000 ferða­menn sem dvelja í viku,“ segir Andri Snær Magna­son, rit­höfundur og fyrr­verandi for­seta­fram­bjóðandi, í at­hyglis­verðum pistli á Face­book-síðu sinni.

Þar skrifar hann um opnun og lokun landsins á tímum CO­VID-19 far­aldursins en sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Andri Snær segir að við séum engu að síður stödd í veru­leika þar sem öllum leik­reglum hefur verið breytt og því lífi sem við höfum vanist hafi verið um­turnað.

„Draumurinn um ,,eðli­leg sam­skipti" við út­lönd og við­halda gamla módelinu um okkar eigin helgar­ferðir virðist ekki ganga upp. Zoom­veiru­veru­leikinn án faðm­laga, leik­húss og kvik­mynda­sýninga, án lista­há­tíða, fót­bolta­leikja, jarðar­fara, ferminga, mennta­skóla er glataður. Núna er staðan sú að uppi eru allt aðrar þarfir í heiminum og þar af leiðandi allt önnur tæki­færi,“ segir Andri sem varpar svo fram hug­mynd sinni.

„Frekar en að stefna að hundrað þúsund manns sem koma í viku­dvöl væri á­huga­vert að sjá hvort ein­hverjar þúsundir væru til í að dvelja til lengri eða skemmri tíma og taka vinnuna með sér. Það mætti jafn­vel rigga upp al­þjóð­legum skóla, ef­laust eru milljón kennarar sem þrá að hitta nem­endur aug­liti til aug­lits á ný.“

Hann segir að tug­milljónir ein­stak­linga beggja vegna at­lant­sála geti vart hugsað sér að fara í gegnum skóla­lausan vetur með inni­lokuð börn og alla vinnuna á bakinu.

„Sumir munu hrein­lega bugast and­lega og því væri veiru­frítt land hrein lífs­björg fyrir marga. Tíu daga eða tveggja vikna sótt­kví myndi spilla hefð­bundnum viku­ferðum en myndi engu skipta fyrir fólk sem kæmi til lengri dvalar. Þetta gæti orðið afar á­huga­verður veru­leiki og ef­laust yrðu til ó­teljandi ó­vænt tengsl, sam­bönd og tæki­færi sem væru langtum mikil­vægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“

Andri Snær deildi frétt Stöðvar 2 frá því júlí­mánuði um banda­rískan for­stjóra sem flutti til Ís­lands með fjöl­skyldu sína.

„Mér var boðið að vinna með sprota­fyrir­tækjum í frum­kvöðla­setri á Ís­landi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjöl­skylduna. Hér er hægt að lifa eðli­legu lífi á öruggan máta,“ sagði for­stjórinn, Kevin Laws, í fréttum Stöðvar 2.

Andri Snær segir að þetta þurfi ekki að vera auð­menn. „Ég hitti konu um daginn sem flutti fjöl­skylduna hingað frá Banda­ríkjunum af sömu á­stæðu, venju­legt fólk sem tekur starfið með sér,“ segir hann.

Hug­mynd hans hefur fengið góðar undir­tektir og leggur sjón­varps­maðurinn Egill Helga­son orð í belg.

„Hægt að leggja það þannig upp, en líka þannig að við gætum flutt inn fólk sem eflir hér þekkingar­stig, verk­kunn­áttu, kemur með ný tæki­færi og at­vinnu­greinar. Fæstar þjóðir slá hendinni á móti slíku. Mun heldur ekki af veita þegar ferða­mennska hrynur – með alla sína spurn eftir er­lendu lág­launa­fólki – og stór­iðju­fyrir­tæki leggja upp laupana.“