Andrés undrandi yfir ref­si­gleði Sigurðar Inga: „Er inn­viða­ráð­herra ekki að leggja til að teygja refsi­rammann dáldið langt?

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra, hefur lagt til breytingar á um­ferðar­lögum eftir starfs­hópur um smá­fara­tæki skilaði skýrslu í júní síðast­liðinn.

Breytingar eru lagðar til í ljósi til­lagna starfs­hópsins en um­ferð smá­farar­tækja, sér­stak­lega raf­hlaupa­hjóla, hefur aukist mjög og slys eru al­geng.

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, hins vegar heggur augun í það að refsingar við því að aka á raf­hlaupa­hjóli undir á­hrifum á­fengis þykir heldur hörð.

„Allt að tveggja ára fangelsi fyrir að nota raf­­hlaupa­hjól undir á­hrifum á­­fengis. Er inn­viða­ráð­herra ekki að leggja til að teygja refsi­rammann dáldið langt?“ skrifar Andrés Ingi á twitter.