Leiðrétting frá Alþingi: Auðvitað keyrði Ásmundur mest árið 2020

18. janúar 2021
16:52
Fréttir & pistlar

Alþingi hefur birt endurútreikninga á aksturskostnaði Alþingismanna sem leiðir það í ljós að ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sá þingmaður sem eyddi mest í akstur árið 2020. Kjarninn greindi fyrst frá.

Áður höfðu fréttamiðlar greint frá því að Guðjón S. Brjánsson, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar, væri sá þingmaður sem hefði velt Ásmundi úr sessi.

Það voru hins vegar mistök hjá skrifstofu Alþingis sem fólust í því að þegar bíla­leigu­bíll sem tekin hafði verið á leigu fyrir Guð­jón fyrir rúmum þremur árum var gerður upp þá reynd­ist hann hafa ekið aðeins meira á ári en gert hafði verið ráð fyrir í lang­tíma­leigu­samn­ingn­um. Við það mynd­að­ist við­bót­ar­kostn­aður vegna áranna 2018, 2019 og 2020 upp á um eina milljón króna. Þau mis­tök voru hins vegar gerð af skrif­stofu Alþingis að sá kostn­aður var allur gjald­færður á árinu 2020, þegar hann hefði átt að dreifast yfir árin 2018 og 2019 líka.

Fyrir vikið lækkaði aksturkostnaður Guðjóns um rúmar 600 þúsund krónur og niður í tæpar 2 milljónir króna. Akstur Ásmundar kostaði rúmar 2,2 milljónir króna og endurheimti hann þar með titilinn sem margir héldu að hann hefði glatað.