Albert gerir grín að pabba sínum: Harðneitar að borða sprungna pylsu

Knattspyrnumaðurinn og sparkspekingurinn Albert Brynjar Ingason er einhver mesti húmoristinn á Twitter og leiðist honum ekki að gera grín að foreldrum sínum.

Nú síðast í gær sagði hann bráðfyndna sögu af föður sínum, knattspyrnumanninum og þingmanninum fyrrverandi Inga Birni Albertssyni.

„Ég sauð pulsu fyrir pabba um daginn yfir Arsenal leik og hann neitaði að borða hana. Afhverju? Jú því hún sprakk... Og pabbi segir orðrétt: Ég borða ekki pulsur sem springa Þetta barn verður 70 ára gamalt í nóvember. Mynd tengist frétt,“ segir Albert og birtir mynd af föður sínum.

Það eru einhverjir sem taka undir með föður Alberts og benda á að sprungnar pylsur úr potti séu ekki mjög girnilegar. Annað gildi hins vegar um grillaðar pylsur sem springa. „Ég tengi, soðnar pulsur sem springa eru rosalega ógirnilegar,“ segir til dæmis einn.