95 ára afmæli Bretadrottningar fagnað með Royal Afternoon Tea

Í dag, 21.apríl, fagnar Elísabet II, Bretadrottning 95 ára afmæli sínu. Af því tilefni er upplagt að fagna deginum Bretadrottningu til heiðurs og framreiða Royal Afternoon Tea að hennar hætti. Elísabet á sína uppáhalds rétti sem boðið er uppá og með teinu er líka boðið uppá kampavínsglas. Hefur það verið sagt að Elísabet hafi mikið dálæti af Veve Clicquot kampavíninu, að öðru nafni gulu ekkjunni.

M&H Afternoon Tea - afmæli Elísabetu drottningar 2

Hér er búið að bera fram Royal Afternoon Tea í tilefni dagsins og er réttirnir raðaðir upp í réttri röð á þriggja hæða kökudisknum að hætti drottningar. Á neðstu hæðinni eru þríhyrndar samlokur án skorpu með tvenns konar áleggi, annars vegar reyktum laxi og rjómaosti, þeyttum með steinselju og hins vegar samlokur með túnfisksalati og agúrku. Á þessari hæð er byrjað. Á miðhæðinni er hinar frægu bresku skonsur, heimabakaðar, þeytt smjör og heimalagað lemon curd sem eru næstar í röðinni. Efstu hæðina prýða ljúffengir sætir bitar, súkkulaðihjúpuð fersk jarðaber, ekta franskar makkarónur eins og þær gerast best og handverkskonfekt molar sem bráðna í munni. Til hliðar á háum kökudiski eru íslenskar pönnukökur sem drottningarmaðurinn, Philip, hafði svo mikið dálæti að. Með þessu er boðið uppá te að eigin vali í fallegum og virðulegum bollum og eðal kampavíni.

M&H Afternoon Tea - afmæli Elísabetu drottningar 3

Íslensku pönnukökurnar voru í miklu uppáhald hjá Philip prins, drottningarmanni og því er upplagt að bjóða uppá nýbakaðar pönnukökur með þessum kræsingum honum til heiðurs.

Gaman er að geta þess og fara aðeins í söguna að talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið og fljótlega breytist siðurinn út meðal hefðarfólksins í Bretlandi og víðar. Elísabet er þekkt fyrir að halda fast í þennan sið og sögð njóta þessara stunda mjög. Elísabet hefur verið við völd í 69 ár og átt vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar og víðar. Hún hefur skapað og haldið í siði sem þjóðin hefur haldið í og borið virðingu fyrir. Síðustu daga hefur Elísabet verið mikið í kastljósi fjölmiðla að í tengslum við andlát og útför eiginmanns hennar til 73 ára, Philip prins.

M&H Afternoon Tea - afmæli Elísabetu drottningar 4

Hátíðalegra verður það ekki í tilefni 95 ára afmæli Bretadrottningar.

Elísabet er Bretum mjög mikilvæg enda þekkir meirihluti þjóðarinnar ekkert annað en að hún sé þjóðhöfðingi þeirra. Hún varð drottning 6. febrúar 1952 eftir að faðir hennar, George VI, lést. Elísabet var þá aðeins 25 ára, hafði verið gift í fimm ár og átti tvö lítil börn, Charles og Anne. Unga barnafjölskylda tók þá við stjórn frægustu hirðar í heimi og má með sanni segja að Elísabet og Philip hafi staðið sig framúrskarandi vel í hlutverki sínu og notið mikillar virðingar. Enginn hefur setið lengur sem þjóðhöfðingi Bretlands. Næst henni kemur langalangamma hennar Victoria sem var drottning í tæp 64 ár.

M&H Elisabet.jpeg

Elísabet II Bretadrottning 95 ára afmælisbarn dagsins., 21.apríl 2021. /Myndir aðsendar.

M&H Elisabet og Philip.jpeg

Elísabet II ásamt eiginmanni sínum Philip prins til 73 ára veifa til fólksins./Myndir aðsendar.