76 ný smit innanlands – Ríkisstjórnin fundar síðdegis

Alls greindust 76 Covid-19 smit innanlands í gær. Þett­a kem­ur fram í upp­færð­um töl­um á vef al­mann­a­varn­a.

46 af þessum 76 voru utan sóttkvíar.

Ný­geng­i inn­an­lands­smit­a hef­ur hækk­að hratt síð­ust­u daga og far­ið úr 4,1 í 83,7 á rúmr­i viku.

Rík­is­stjórn­in fund­ar klukk­an fjög­ur á Egils­stöð­um í dag. Aðalumræðuefnið er nýtt minn­is­blað frá Þór­ólf­i Guðn­a­syn­i sótt­varn­a­lækn­i. Þar verð­a all­ir ráð­herr­ar sem eru á land­in­u en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herr­a og Ás­mund­ur Ein­ar Dað­a­son fé­lags­mál­a­ráð­herr­a eru er­lend­is.