500 manns boðaðir í skimun á Akra­nesi: Þurftu að bæta við fleiri tímum eftir að allt fylltist

Ís­lensk erfða­greining stendur nú fyrir skimun á Akra­nesi í dag vegna CO­VID-19 en um 500 manns voru boðaðir í skimun þar sem valið var með slembi­úr­taki.

Að því er kemur fram í færslu Al­manna­varna um málið hafa í­búar sýnt góð við­brögð við boði Ís­lenskrar erfða­greiningar en bæjar­stjóri Akra­ness, Sæ­var Freyr Þráins­son, greindi frá því á Face­book í gær að flest plássin sem voru í boði hafi fyllst strax og því hafi ein­hverjir fengið meldingu um að fullt væri í skimun.

Kærar þakkir elsku skagamenn Var að fá meðfylgjandi tölvupóst frá íslenskri erfðagreiningu er ég spurðist fyrir um að...

Posted by Sævar Freyr Þráinsson on Saturday, August 1, 2020

Þá vísar Sæ­var til tölvu­pósts frá Ís­lenskri erfða­greiningu þar sem fram kom að 448 tímar sem voru í boði hafi fyllst fljótt en að margir hafi ekki átt að lenda í því að fá meldingu um að allt væri fullt.

„Við munum bæta við nokkrum tímum til að hægt sé að bóka og komast að. Ráðum við 500 og getum því að­eins aukið. Ætluðum að eiga nokkur pláss inni ef eitt­hvað kæmi upp á,“ segir enn fremur í svari Ís­lenskrar erfða­greiningu, að sögn Sæ­vars.

Íslensk erfðagreining stendur fyrir skimun á Akranesi í dag vegna COVID-19. Um 500 manns voru boðaðir og var valið með...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Sunday, August 2, 2020