50 manns eru nú á sjúkra­húsi hér á landi vegna CO­VID-19

26. október 2020
11:32
Fréttir & pistlar

Alls greindust 50 kórónu­veiru­smit hér á landi í gær, en að­eins 22 af þeim voru í sótt­kví við greiningu. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á vef CO­VID.is nú klukkan 11.

At­hygli vekur að alls eru 50 manns á sjúkra­hús með veiruna og þrír á gjör­gæslu. Síðan fyrsta smitið greindist hér á landi í lok febrúar­mánaðar hafa ekki verið fleiri í einu á sjúkra­húsi en nú.

Eins og komið hefur fram kom upp hóp­smit á Landa­koti í liðinni viku og kemur stór hluti sjúk­linga þaðan. Nú eru 16 ein­staklingar, 90 ára eða eldri, í ein­angrun vegna veirunnar og 33 ein­staklingar í aldurs­hópnum 80 til 89 ára.