50 ára saga Ernis

Flugfélagið Ernir var stofnað á Vestfjörðum fyrir 50 árum af hjónunum Herði Guðmundssyni og Jónínu Guðmundsdóttir.

Ernir rak starfsemi sína á Ísafirði í 26 ár eða þar til hún var flutt á Reykjavíkurflugvöll þar sem hún er enn.  Atvinnulífið sýndi fyrri hluta þáttanna í síðustu viku en í kvöld er komið að síðari hluta.  Þar verður áfram ferðast um Vestfirði með Herði Guðmundssyni flugstjóra og fjallað um póst- og sjúkraflug á Vestfjörðum á árunum 1970-1995 við afar erfiðar aðstæður. 

Þetta var áður en jarðgöng voru lögð sem gerbyltu samgöngum á þeim tíma. 

Hörður Guðmundsson á að baki ótrúlegan feril sem flugstjóri og í þætti kvöldsins segir hann m.a. skemmtilegar sögur af ýmsum aðstæðum sem hann og hans fólk lenti í m.a. flugi með þingmenn eins og Hannibal Valdimarsson á kosningafundi sem eins og margir vita voru þekktir fyrir vestan á þeim tíma.  Þá mun Hörður einnig segja álit sitt á framtíð Reykjavíkurflugvallar en þar sýnist sitt hverjum.

Þáttastjórnandi er Sigurður K. Kolbeinsson og myndatökur annaðist Friðþjófur Helgason.