Viðskipti

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og nýr formaður SVÞ hjá Jóni G. í kvöld.

Fjórða iðnbyltingin í verslun

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og nýkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Hann tók við formennskunni af Margréti Sanders í síðustu viku. Þeir koma víða við í fróðlegu viðtali og ræða helstu baráttumál verslunarinnar um þessar mundir.

Skýrsla um neyðarlán birt í lok apríl

Skýrsla um neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008 verður loks birt 30. apríl. Þetta staðfestir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Stýrivextir haldast óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Verða því meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, áfram 4,5 prósent.

Kvika klárar kaupin á GAMMA

Kvika banki mun ganga frá kaupunum á verðbréfafyrirtækinu GAMMA í samræmi við kaupsamning eftir að öll skilyrði fyrir kaupunum voru uppfyllt. Kvika mun eignast 96,1 prósent hlutafjár í GAMMA á þessu stigi. Samkeppniseftirlitið heimilaði kaupin í gær.

Þórunn Óðinsdóttir, formaður Stjórnvísi, hjá Jóni G. í kvöld:

Kennir fólki að pressa niður pýramídan!

Þórunn Óðinsdóttir, ráðgjafi og formaður Stjórnvísi, kennir fólki að pressan niður stjórnunarpýramídan, og er ráðgjafi margra fyrirtækja í LEAN; þ.e. að straumlínulaga reksturinn. Hún er gestur Jóns G. og ræða þau stjórnunarverðlaun Stjórnvísi og LEAN-aðferðafræðina í þættinum.

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, gestur Jóns G. í kvöld:

Hvað einkennir góðan flugstjóra?

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, er gestur Jóns G. í kvöld. Linda fékk í síðustu viku verðlaun hjá Stjórnvísi í hópi millistjórnenda.

Helgi Magnússon fjárfestir hjá Jóni G. í kvöld:

Hver er kjör samsetning hluthafahópa?

Helgi Magnússon fjárfestir ræðir nýútkomna bóka sína LÍFIÐ Í LIT, sem Björn Jón Bragason skráði, við Jón G. Hauksson. Þeir kom mjög víða við í mjög fróðlegu spjalli - meðal annars fara þeir yfir hver sé kjör samsetning hluthafahópa.

Björgólfur Thor flýgur upp Forbes listann

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir hefur flogið upp lista For­bes yfir rík­ustu menn í heimi að undanförnu. Nýr listi var gef­inn út í dag og þar fer Björgólfur upp um 99 sæti, úr 1.215. sæti í fyrra upp í 1.116 sæti í dag.

Gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir

Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól bréfanna til þess að kaup Indigo Partners í félaginu gangi í gegn. Skuldabréfaeigendurnir fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða króna, í skuldabréfaútboði WOW air síðasta haust.

Íslenska ríkið eignast Farice að fullu

Íslenska ríkið hefur samið við Arion banka um kaup á um 38 prósent hlut bankans í félaginu. Eftir kaupin á ríkissjóður um 65 prósent hlutafjár Farice en Landsvirkjun 33 prósent. Félagið er því nú alfarið í eigu ríkisins. Kaupverðið á hlutnum er 740 milljónir króna.

Hvernig myndir þú lýsa þessu línuriti?

Starf bókarans að gjörbreytast

Ætlaði í arkitektúr - byggir upp heilsu!

RÚV-skekkjan löguð með meiri skekkju!

Hagnaður dróst saman hjá viðskiptabönkunum

„Við erum skapandi og dugleg þjóð“

Hlutafjárútboð Icelandair 12,5%

Jón G. og Sigurður Már ræða laun Landsbankastjórans

Markaðsverð Marel yfir 303 milljarðar kr.

„Höfum lagað ójafnvægið í leiðakerfinu“